Meistarmót 11-14 ára fór fram í Kaplakrika um helgina en mótinu hafði tvívegis verið frestað vegna Covid19.
Yfir 300 börn voru skráð til leiks frá um 17 félögum og héraðssamböndum. ÍR tefldi fram sterku liði og fjölmennu eða
54 talsins sem lang mesti fjöldi sem keppt hefur undir merkjum ÍR á þessu móti um árabil.
Liðið stóð sig mjög vel og varð í 3. sæti í heildarstigakeppninni með 411 stig en FH bar sigur úr bítum með 643 stig og HSK/Selfoss varð í 2. sæti með 547 stig.
11 ár piltar sigruðu sína innbyrgðis stigakeppni með miklum yfirburðum þegar þeir hlutu 83,5 stig eða 42 stigum meira en næsta lið! Til hamingju með það strákar hreint frábær árangur hjá ykkur. ÍR stúlkur 14 ára urðu stigameistarar í sínum flokki með 99,5 stig sem einnig er frábær frammistaða. 13 ára piltar urðu í 2. sæti og 12 og 13 ára stúlkur urðu í 3. sæti í sínum stigakeppnum!
Íslandsmeistarar urðu:
Freyja Stefánsdóttir, kúluvarp 14 ára stúlkna 9,64 m sem er hennar besti árangur.
Atkvæðamestur ÍR var þó Björgvin Kári Jónsson sem keppir í flokki 11 ára en hann sigraði í 60m 9.11sek, 600m 1:58,81 mín og hástökki 1,21m og bætti sinn besta árangur í öllum þessum greinum. Hann var svo í sigursveit ÍR í 4 x 200m boðhlaupi en aðrir í sveitinni voru Hrannar Valberg Atlason, Egill Hrafn Ingþórsson og Alexander Hrkalovic Einarsson
Annars þá hlaut ÍR alls 21 verðlaun, 6 gull, 7 silfur og 8 brons
Hægt að kynna sér úrslit mótsins hér.
Þess má geta að síðast þegar náðist að halda þetta mót, 9.2.2019 varð ÍR í 5. sæti með 235 stig, og 10 verðlaun
og þó svo að sá hópur hafi verið öflugur þá náðum við enn betri árangri núna sem er mjög gaman fyrir okkur öll.
Óskum keppendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn og við hlökkum til að fylgjast með þessum
öfluga hópi ÍR-ingar sem við munum eflaust sjá mikið til á Stórmóti ÍR 20.-21. mars og í framtíðinni.
Framtíðin hjá ÍR er björt þar sem virknin er mikil og árangurinn frábær hjá öllum aldursflokkum.