Opið fyrir skráningar iðkenda í 1.-2. bekk – ÍR-ungar

Opnað hefur verið fyrir skráningu iðkenda í ÍR í 1. og 2. bekk. 

Skráning fer nú fram í gegnum hlekkinn https://breidholtskrakkar.felog.is/

Um er að ræða nýja verkefnið “Breiðholtskrakkar” sem unnið er í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Á skráningarvef Breiðholtsverkefnisins geta iðkendur skráð sig í margvíslega frístundastarfsemi á vegum aðila innan Breiðholts.

Innan ÍR er boðið upp á skráningu í allar íþróttagreinar félagsins sem og hið sívinsæla verkefni ÍR-unga þar sem hægt er að skrá sig í margar greinar í einu.

Hér er einnig hægt að sjá æfingatöflu ÍR-unga: https://ir.is/wp-content/uploads/2017/09/IR-ungar-Vor-2021-3.pdf

 

Miðvikudaginn 13. janúar verður skrifstofa ÍR í Skógarseli 12 opin og geta foreldrar/forráðamenn mætt og fengið aðstoð við skráningu iðkenda. 

Áfram ÍR!

X