Collin Pryor og Arndís Þóra valin körfuknattleiksfólk ÍR árið 2020

Körfuknattleiksdeild hefur tilnefnt Arndísi Þóru Þórisdóttur og Collin Pryor sem körfuknattleiksfólk ÍR 2020! 
Arndís Þóra Þórisdóttir sýndi það á árinu að hún er einn besti leikstjórnandi deildarinnar. Hún stýrir liðinu með mikilli yfirvegun og skilur allt eftir á parketinu. Hún er mikill leiðtogi, fyrirmynd og líflegur karakter – alvöru ÍR-ingur! 
Collin Pryor kom til liðs við ÍR fyrir síðasta tímabil og var lykilleikmaður liðsins á fyrsta tímabilinu með liðinu. Collin skilaði 16.7 stigum, 5.4 fráköstum og gaf 2.2. stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Collin byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og var algjör lykilleikmaður í sigri ÍR á móti Tindastól í 1 umferð Íslandsmótsins en eins og flestir vita var mótið sett á ís eftir þann leik. Collin hefur auk þess sýnt af sér mikla leiðtoga hæfileika innan sem utan vallar. 👏
Áfram ÍR! 
X