Íþróttafélag Reykjavíkur

Margrét og Úlfur Gunnar valin handknattleiksfólk ársins 2020

Handknattleiksdeild ÍR tilnefnir Margréti Valdimars og Úlf Gunnar Kjartansson sem íþróttafólk ÍR 2020!
Margrét Valdimarsdóttir er uppalinn ÍR-ingur. Margrét hefur staðið sig ótrulega vel í gegnum árin sem leikmaður , fyrirliði og þjálfari. Hún er mjög hvetjandi fyrir aðra leikmenn liðsins og mikill leiðtogi og öflugur málsvari kvennahandbolta í ÍR. Magga er góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur til að líta upp til.
Frá því að Úlfur kom til félagsins hefur hann sýnt að hann er sú týpa sem félagið þarf. Vilji og baráttugleði eru aðalsmerki Úlfs en hann sýndi félaginu einnig tryggð á erfiðum tíma í sumar, sem aftur sýnir að hann er réttur maður fyrir liðið.
Áfram ÍR!
X