Símamót Breiðabliks fór fram helgina 10. – 12. júlí en það er eitt stærsta fótboltamót sumarsins.
6. flokkur stúlkna sendi frá sér fimm lið á mótið og lét árangurinn ekki á sér standa.
Að loknu móti stóðu ÍR-stelpurnar uppi með þrjú silfurverðlaun og ein bronsverðlaun ásamt því að ÍR 1 keppti um sjálfan Símamótsbikarinn.
Niðurstaðan hjá þeim varð annað sætið eftir hetjulega baráttu gegn KA en þetta var jafnframt eini tapleikur liðsins á mótinu.
Framtíðin er björt þá þessum kátu ÍR-stelpum sem skemmtu sér konunglega á mótinu.
Ásgeir Þór, þjálfari flokksins og aðstoðarþjálfarar voru að vonum ánægð með helgina sem heppnaðist vel, bæði innan vallar sem og utan hans!