Jónsmót fór fram á Dalvík dagana 6.-7. mars síðastliðinn á Dalvík. Hengill sendi 19 keppendur á mótið sem kepptu í níu til tólf ára aldursflokki. Keppni á Jónsmóti er með aðeins óhefðbundnari hætti en aðrar skíðakeppnir þar sem einnig er keppt í bringusundi auk keppni í svigi og stórsvigi. Aðstæður á Dalvík voru mjög góðar, kalt en sólskin og stillt veður auk þess sem skíðafæri var frábært. Öll umgjörð mótsins hjá Dalvíkingum var til mikillar fyrirmyndar, og er óhætt að segja að bæði börn og fullorðnir hafi skemmt sér vel. Nokkrar fjölskyldur úr Hengli gistu í Húsabakkaskóla og var þar slegið til veislu laugardagskvöld eftir mót þar sem keppendur og foreldrar gæddu sér á lambasteik eftir langan dag. Keppendur okkar stóðu sig með mikilli prýði og unnu til fjölda verðlauna, og eignaðist félagið þrefaldan Jónsmótsmeistara í flokki 9 ára drengja, en Sævar Kári Kristjánsson sigraði í stórsvigi, svigi og samanlögðu stórsvigi og bringusundi.