Birgir Hermannson fyrrverandi formaður Skíðadeildar ÍR lést 21. mars s.l. graphic

Birgir Hermannson fyrrverandi formaður Skíðadeildar ÍR lést 21. mars s.l.

30.03.2020 | höf: Eiríkur Jensson

Kveðja frá Skíðadeild ÍR

Fé­lag­ar í Skíðadeild ÍR sjá nú á bak góðum fé­laga. Birg­ir Her­manns­son var einn af öt­ul­ustu fé­lags­mönn­um okk­ar um langa hríð. Hann sat í stjórn deild­ar­inn­ar í mörg ár og formaður frá ár­inu 1985 til 1994. Á þess­um árum var öll starf­semi skíðadeild­ar­inn­ar í Hamragili. Starfið útheimti mikla sjálf­boðavinnu og þar lá Birg­ir og hans fjöl­skylda ekki á liði sínu.

Birg­ir lagði af mörk­um marg­ar vinnu­stund­ir, hvort held­ur var að sinna viðhaldi við mann­virki, viðgerðir á skíðalyft­um, vinna við skíðamót eða far­ar­stjórn. En fyrst og fremst var hann góður fé­lagi allra iðkenda og þeir sem voru að hefja æf­ing­ar og keppni áttu stuðning hans og hvatn­ingu vísa.

Þær breyt­ing­ar urðu á starf­semi Skíðadeild­ar ÍR árið 1992 að gerður var samn­ing­ur við Reykja­vík­ur­borg um að ÍTR tæki yfir rekst­ur skíðasvæðis­ins í Hamragili. Það var ekki síst fyr­ir til­stuðlan Birg­is að slík­ur samn­ing­ur náðist. Það má segja að um­rædd­ur samn­ing­ur hafi gert það að verk­um að hægt var að halda áfram góðu starfi í þágu skíðaíþrótt­ar­inn­ar.

Vegna aðstöðuleys­is tíðkaðist í mörg ár að stjórn­ar­fund­ir væru haldn­ir í heima­húsi, í for­mannstíð Birg­is nutu stjórn­ar­menn rausn­ar­legra veit­inga á heim­ili hans og Elvu konu hans.

Elvu, börn­um þeirra Birg­is og öðrum aðstand­end­um send­um við inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Skíðahreyf­ing­in á Birgi Her­manns­syni margt að þakka. Blessuð sé minn­ing mæts manns.

Fyr­ir hönd Skíðadeild­ar ÍR,

Gísli Reyn­is­son formaður.

Kveðja frá heldri ÍR-ingum

Góður hóp­ur gam­alla skíðamanna úr skíðadeild ÍR kveður nú góðan fé­laga, sem til margra ára hef­ur ávallt stutt skíðadeild ÍR og ekki bara deild­ina held­ur skíðaíþrótt­ina í heild sinni. Ekki átti hann nú langt að sækja áhug­ann því faðir hans, Her­mann Stef­áns­son, íþrótta­kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri, var þekkt­ur fyr­ir störf sín fyr­ir skíðaíþrótt­ina og rétt að geta þess að hann átti hug­mynd­ina að nöfn­un­um svig og brun, sem áður var kallað króka­hlaup og brekku­skrið.

Þessi hóp­ur hef­ur í tugi ára stundað sam­an skíði bæði hér heima og er­lend­is, einnig golf og göngu­túra og fleira. Alla tíð hef­ur Birg­ir verið hinn ljúfi fé­lagi í hópn­um ásamt Elvu sinni, þá hafa börn­in þeirra stundað skíði og verið keppn­is­fólk í íþrótt­inni. Á átt­unda ára­tugn­um stofnaði skíðadeild­in versl­un með notaðan skíðabúnað sem reynd­ist erfitt að reka með sjálf­boðaliði og tók Birg­ir við þess­um rekstri og rak hann í mörg ár. 1985 var Birg­ir kjör­inn formaður Skíðadeild­ar ÍR og gegndi því embætti í níu ár eða til árs­ins 1994. Birg­ir hlaut margs kon­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín að fé­lags­mál­um og 1997 var hann sæmd­ur gull­merki ÍR.

Birg­ir var hvers manns hug­ljúfi í góðum hópi og þekkt­ur fyr­ir sinn góða húm­or. Þá var hann þannig gerður að gott þótti til hans að leita og var hann ávallt til­bú­inn að leysa hvers manns vanda. Við vin­irn­ir sökn­um

þessa ljúfa manns sárt og skil­ur hann eft­ir stórt skarð í hópn­um. Við vott­um Elvu og fjöl­skyld­unni samúð við frá­fall þessa ljúfa drengs.

Fyr­ir hönd hóps­ins,

Þórir Lárus­son.

X