Keilukeppni Reykjavíkurleikanna hófst í Keiluhöllinni í Egilshöll á fimmtudag.
Forkeppninni lauk í dag og svo verður úrslitakeppni á morgun.
Töluverðar breytingar urðu á meðal 24 efstu sem komast beint inn í úrslitakeppnina í dag. Rikke Agerbo sem sigrað hefur mótið í tvígang kom og minnti rækilega á sig en hún spilaði sig upp í 3. sætið með 1.493 seríu eða 249 í meðaltal. Maria Rodriguez frá Kólumbíu hefur leitt forkeppnina frá því hún hófst á fimmtudag og urðu engar breytingar á því í dag. Arnar Davíð Jónsson var efstur Íslendinga í forkeppninni í 5.sæti með 247 í meðaltal.
Alls þurfti 230 í meðaltal úr 6 leikja seríu til að komast í efstu 24 sætin og hefur skorið aldrei verið svona hátt í mótinu þau 12 ár sem það hefur verið haldið.
Undanúrslit byrja í fyrramálið kl. 9 en þá leika þau sem fengu aukasæti í úrslitum, s.s. bestu seríur pilta og stúlkna undir 18 ára auk annarra aukasæta, við þau sem enduðu í 17. til 24. sæti. Raðað er þannig að lægsta sætið mætir því hæsta og þarf að vinna tvo leiki til að komast í næstu umferð. Keppendur halda sætanúmeri sínu alla leið. Úrslit 4 efstu eftir undanúrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 14:30
Hér má sjá lokaniðurstöður forkeppninnar.
1 Maria Rodriguez COL PWBA 1,503
2 Daria Pajak POL PWBA 1,494
3 Rikke Agerbo DEN SAS 1,493
4 Danielle McEwan USA PWBA 1,489
5 Arnar Davíð Jónsson ISL KFR 1,480
6 Jón Ingi Ragnarsson ISL KFR 1,475
7 Stefán Claessen ISL ÍR 1,473
8 Jakob Madsen DEN SAS 1,470
9 Mattias Möller SWE Höganas 1,457
10 Hafþór Harðarson ISL ÍR 1,452
11 Björn Birgisson ISL KFR 1,440
12 Adam Pawel Blaszczak ISL ÍR 1,439
13 Bjarni Páll Jakobsson ISL ÍR 1,435
14 Einar Már Björnsson ISL ÍR 1,433
15 Diana Zavjalova LAT PWBA 8 1,421
16 Gunnar Þór Ásgeirsson ISL ÍR 1,418
17 Justin Urbano USA USA 1,408
18 Martin Staschen DEN SAS 1,400
19 Magnús Sigurjón Guðmundsson ISL KFA 1,397
20 Hlynur Örn Ómarsson ISL ÍR 1,389
21 Björn Guðgeir Sigurðsson ISL KFR 1,387
22 Linus Person SWE Höganas 1,382
23 Guðlaugur Valgeirsson ISL KFR 1,382
24 Dagný Edda Þórisdóttir ISL KFR 8 1,378
25 50+ Male Arnar Sæbergsson 1363
26 50+ Female Bozena Pajak 1311
27 U18 boy Hlynur Freyr Pétursson 1267
28 U18 girl Eyrún Ingadóttir 1091
29 Early Bird male Þorleifur Jón Hreiðarsson 1355
30 Early Bird female Marika Katarina E. Lönnroth 1346
31 Turbo game 5 Maria Nilsen 278
32 Turbo game 6 Jan Hulecki 279