Hafþór Harðarson RIG meistari 2020

Það var sannkölluð háspenna þegar úrslitakeppni keilumóts RIG fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í dag.
Við fengum þrjá 300 leiki hjá Mattías Möller, Justin Urbano og María Rodriguez og nokkrir voru mjög nálægt fullkomnum leik.
Margar viðureignir úrslitakeppninnar fóru í þrjá leiki og tveir leikir enduðu í bráðabana og í sjálfum úrslitaleiknum réðust úrslitin í síðasta ramma.

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir keppni morgunsins voru það Daria Pajak frá Póllandi, Danielle McEwan frá Bandaríkjunum, Rikke Agerbo frá Danmörku og Hafþór Harðarson ÍR sem tryggðu sig áfram í útsláttarkeppni fjögurra efstu keppendanna.
Í fyrsta leiknum spilaði Danielle best allra með 253, Hafþór var með 225 leik, Daria með 208, en Rikke féll úr keppninni með 192 leik með forgjöf.
Í öðrum leiknum var Hafþór með hæsta leikinn 270, Danielle hélt uppteknum hætti og spilaði 266 og Dari helltist úr lestinni með 253 leik.
Í síðasta leiknum skiptust Danielle og Hafþór á að taka forystuna og úrslitin réðust ekki fyrr en í 10 ramma.
En að lokum fór það svo að Hafþór sem að vann með 259 leik á móti 253 leik Danielle með forgjöf.

X