Dagur 2 á RIG2020

Tveir riðlar voru spilaðir í undan­keppn­inni í keilu á Reykja­vík­ur­leik­un­um í dag. Maria Rodrigu­ez frá Kól­umb­íu er enn með for­ystu í keppn­inni en fast á hæla henn­ar fylgja stöll­ur henn­ar úr banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni Daria Pajak frá Póllandi og Danielle McEw­an frá Banda­ríkj­un­um. Arn­ar Davíð Jóns­son úr KFR, sig­ur­veg­ari Evr­ópu­mót­araðar­inn­ar 2019 er síðan í 4. sæti. Efst ís­lenskra kvenna er Dagný Edda Þóris­dótt­ir úr KFR í 21. sæti.

Jón Ingi Ragn­ars­son úr KFR og Andrés Páll Júlí­us­son ÍR spiluðu báðir full­kom­inn leik í dag eða 300 pinna.
Þetta voru fyrstu full­komnu leik­irn­ir sem náðst hafa á mót­inu en ansi marg­ir keilar­ar hafa verið hárs­breidd frá full­komn­um leik.

Síðasti riðill­inn í undan­keppn­inni fer fram í fyrra­málið laug­ar­dag­inn 1. fe­brú­ar klukk­an 9 í Keilu­höll­inni í Eg­ils­höll.
Að hon­um lokn­um kem­ur í ljós hvaða 24 keilar­arn­ir tryggja sér sæti beint í úr­slita­keppn­ina sem hefst á sunnu­dag­inn klukk­an 9.

Stöðuna í undan­keppn­inni og aðrar nán­ari upp­lýs­ing­ar um mótið má finna á rig­bowl­ing.is.
Streymt er frá öll­um riðlum og úr­slitaviður­eign­um á Face­book.

X