Keila 31.01.2020 | höf: Svavar Einarsson
Sterkasta keilumótið á Reykjavíkurleikunum til þessa
Keiludeild ÍR stendur fyrir keilukeppni á Reykjavíkurleikunum nú í 12. sinn um komandi helgi. Aldrei hafa fleiri svo sterkir keilarar komið til landsins vegna mótsins en von er á hátt í 40 erlendum keppendum til landsins. Arnar Davíð Jónsson, sem sigraði Evrópumótaröðina 2019 og varð í 5. sæti í kjöri Íþróttamann ársins 2019, kemur ásamt liði sínu Team Höganås frá Svíþjóð en alls eru þar á ferð um 8 keilarar. Fjórar konur sem keppa á atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri stærstu í heimi, mæta í ár og auk þess kemur stór hópur frá SAS Bowling Club í Kaupmannahöfn en honum fylgir Jesper Agerbo sem hefur m.a. unnið Evrópukeppni landsmeistara og einstaklingskeppni á HM karlalandsliða svo eitthvað sé nefnt.
Keppni hefst á fimmtudaginn kemur kl. 10 með fyrsta riðlinum í forkeppninni en keppt verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Alls verða leiknir 5 riðlar í forkeppninni í ár frá fimmtudegi fram til laugardags. 24 bestu keilararnir komast beint í úrslitakeppnina sem fer fram sunnudaginn 2. febrúar en auk þess verða 8 aukasæti í boði m.a. fyrir bestan árangur pilta og stúlkna undir 18 ára. Úrslit mótsins fara svo fram í beinni útsendingu á aðalrás RÚV sunnudaginn 2. febrúar og hefst útsendingin kl. 14:30.
Þeir erlendu keppendur sem koma eru meðal annars:
Þessir erlendu gestir keppa hér við íslensku keilaranna. Auk Arnars Davíðs má geta Gunnars Þórs Ásgeirssonar Íslandsmeistara 2019 auk allra landsliðsmanna og kvenna okkar Íslendinga.
Aðgangur að Keiluhöllinni Egilshöll er opin alla keppnisdaga og eru áhorfendur velkomnir til að fylgjast með.
Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess www.rigbowling.is
Streymt verður frá öllum riðlum mótsins á Fésbókarsíðu mótsins www.facebook.com/rigbowling