Stórmót ÍR

Stórmótið hélt áfram í dag, 19. janúar og náðist mjög góður árangur í mörgum greinum en mikið var um bætingar á besta árangri keppenda þó svo að keppnistímabilið sé rétt að hefjast en þær voru 468 talsins.. Hæst ber þó líklega árangur Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur í 200m en hún hljóp á frábærum tíma, 24.05 sek, var sekúndu á undan næstu konu og jafnaði sinn besta árangur innanhúss. Glæsileg byrjun hjá Guðbjörgu Jónu. FH vann til flestra verðlauna á mótinu, eða 62 talsins, Ármann var í öðru sæti með 46 verðlaun og ÍR í því þriðja með 42.

Helstu úrslit og árangrar hjá ÍR-ingum:

Elvar Karl Auðunsson, sigraði í 200m karla á nýju persónulegu meti 22.78 sek. en hann hefur tekið stórstígum framförum að undanförnu bætt sig nánast í öllum hlaupu að undanförnu.

Hugi Harðarson hafnaði í öðru sæti í 800m karla, og ársbesti árangur 2:00,56 mín.

Kristján Viktor Kristinsson, sem keppti nú í fyrsta sinn undir merkjum ÍR, sigraði í kúluvarp karla með sinn ársbesta árangur 15.75m

Í 3000m hlaupi karla átti ÍR keppendurna sem komu í mark í fyrsta og öðru sæti en Logi Ingimarsson sigraði á 9:49,11 mín sem er hans besti tími innanhúss og Guðlaugur Ari Jónsson varð annar á 10:20,41 mín

Í stangarstökki karla varð Þorvaldur Tumi Baldursson í 2. – 3. sæti með 4.08 m.

15 ára piltar

Gabríel Ingi Benediktsson, þriðja sætið í þrístökki, 10.09 m.

16-17 ára piltar

Magnús Örn Brynjarsson, annað sæti og bæting í 400m, 57.06 sek

18-19 ára piltar

Sigursteinn Ásgeisson, sem eins og Kristján Viktor hefur nýverið gengið til liðs við ÍR, sigraði með nokkrum yfirburðum í kúluvarpi (6 kg), með 14.65 m sem er hans besti árangur.

Stúlkur 13 ára

Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir, sem vann til bronsverðlauna í 60m hlaupi á fyrri degi, bætti um betur og sigraði í 60m grindahlaupi á 11.01 sek.

Birgitta Rún Yngvadóttir, varð önnur í langstökki með 4.44 m sem er hennar besti árangur.

16-17 ára stúlkur

Viktoría Ósk Sverrisdóttir, varð önnur í 60 m grindahlaupi á ársbesta tíma, 10.46 sek og einnig í þriðja sæti í þrístökki með bætingu 10.03 m.

Konur

Agnes Kristjánsdóttir, hlaut bronsverðlaun í 200m, 25.54 sek

Sara Mjöll Smáradóttir, sem nýverið gekk til liðs við ÍR fékk bronsverðlaun í 800m, hljóp á 2:26,19 mín.

Hildigunnur Þórarinsdóttir, sigraði í þrístökki og bætti sinn besta árangur þegar hún stökk 11.85 m en hún átti best 11.71 m áður. Hildigunnur fer upp tvö sæti á íslenskri afrekaskrá með þessum árangri og hún nú í 8. sæti.

Stórmótið fór mjög vel fram og þakkar ÍR öllum keppendum, sem voru um 600 frá 32 félögum, þjálfurum, starfsmönnum og gestum mótsins fyrir helgina. Rúmlega 100 sjálfboðaliðar stóðu vaktina alla helgina og sáu til þess að mótið færi vel fram.

 

 

 

X