ÍR-ingar í Framfarahlaupi Fimbuls

ÍR-ingarnir Fríða Rún Þórðardóttir og Þórólfur Þórsson sigruðu í Framfarahlaupi Fimbuls

Þriðja og síðasta Framfarahlaup Fimbuls fór fram á Borgarspítalatúninu 3. nóvember við frábærar aðstæður. Það er ljóst að Framfarahlaupin eru komin til að vera og má segja að þau séu mikilvægur aðdragandi að Víðavangshlaupi Íslands sem fer fram á hverju hausti.

Víðavangshlaup Framfara voru haldin í Skógrækt Reykjavíkur 5. október, á grassvæðinu við Fossvogsskóla 12. október og lauk seríunni á Borgarspítalatúninu 3. nóvember. Í þetta sinn var það Fimbul íþróttavörufyrirtækið sem studdi seríuna með veglum verðlaunum til sigurvegaranna í stigakeppninni.

Í heildar stigakeppninni urðu eftirfarandi hlaupara stigahæstir en finna má heildarsamantekt á stigakeppninni hér https://timataka.net/framfarir2019/stig og úrslitum hlaupanna inni á www.timataka.is

Ungmenni, piltar:

  • Stefán Kári Smárason, Breiðabliki, 58 stig
  • Kristleifur Heiðar Helgason, Víkingi, 35 stig
  • Elvar Gíslason, 18 stig

Ungmenni, stúlkur: 

  • Dagrún Sunna Ragnarsdóttir, Ármanni, 30 stig
  • Hafdís Svava Ragnheiðardóttir, 18 stig
  • Hildur Arna Orradóttir, ÍR, 15 stig

Konur: 

  • Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, 58 stig
  • Sara Mjöll Smáradóttir, Breiðabliki, 45 stig
  • Mari Jaersk, FH, 35 stig

Karlar:

  • Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR (ÍR NIKE), 52 stig
  • Birkir Gunnlaugsson, 52 stig
  • Hlynur Ólason, ÍR (ÍR Sportís), 35 stig

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X