Elín Edda með bætingu graphic

Elín Edda með bætingu

27.10.2019 | höf: Kristín Birna

Elín Edda Sigurðardóttir hljóp í dag á glæsilegum tíma í heilu maraþoni í Amsterdam maraþoninu.
Elín hljóp á 2:44:48 klst og varð í 33. sæti af konunum og var millitími hennar í hálfu maraþoni 1:22.18 klst. Þetta er
glæsileg bæting hjá Elínu en hún átti best 2:49:00 klst síðan í Hamborg í vor. Tími Elínar í dag gefur 992 IAAF
árangursstig sem er frábær árangur.
Besti tími íslenskrar konu á Martha Ernsdóttir sem er þjálfari Elínu Eddu en Íslandsmet Mörthu er 2:35.15 klst sem hún hljóp þann 26. september 1999.
X