Breiðholt verður sannarlega á iði í vikunni 19.-25. september. Hverfið er fulltrúi Íslands í verkefninuVika hreyfingar og íþrótta í Evrópu og af því tilefni munu 2 þúsund nemendur í 1.-7. bekk spretta úr spori á sínum hraða í íþróttatímum grunnskóla hverfisins. Samhliða spretthlaupinu verður tímataka í fullum gangi, enda hafa skipuleggjendur vikunnar lúmskan grun um að næsti Usain Bolt sé búsettur í Breiðholti. Allir hlauparar fá bol og verðlaunapening fyrir þátttökuna, en að auki mun hraðasti bekkurinn í hverjum árgangi fá afhentan bikar á lokahátíð í Íþróttahúsinu við Austurberg laugardaginn 24. september.