Magnúsarsjóður styrkir afreksfólk og þjálfara ÍR

Í gær úthlutuðu ÍR-ingar í tólfta skipti styrkjum úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR.  Að þessu sinni bárust 22 umsóknir frá 7 deildum félagsins.  Alls fengu fulltrúar frá þessum 7 deildum félagsins úthlutað styrkjum að upphæð kr. 1.150.000 samtals sem hér segir:

  • Frjálsíþróttadeild hlaut styrk upp á 435.000 krónur
    Til endurmenntunar þjálfara fyrir þá Brynjar Gunnarsson og Helga Björnsson.
    Til afreksmanna deildarinnar: Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Hlynur Andrésson, Sæmundur Ólafsson og Tiana Ósk Whitworth.
  • Karatedeild hlaut styrk upp á 225.000 krónur
    Til afreksmanns deildarinnar vegna þátttöku í landsliðsverkefni og æfingabúðum 2019: Aron Anh Ky Huynh.                                                              Til afreksungmennis deildarinnar vegna þáttöku í æfingabúðum 2019: Dunja Dagný.                                                                                                               Til endurmenntunar þjálfara erlendis: Branka P. Aleksandarsdóttir og Vicente Carrasco.
  • Keiludeild hlaut styrk upp á 150.000 krónur                                                                                                                                                                     Til afreksmanna deildarinnar vegna þátttöku í Evrópumótaröð, Evrópumóti landsliða og Evrópumóti landsmeistara 2019: Einar Már Björnsson og Gunnar Þór Ásgeirsson.
  • Júdódeild hlaut styrk upp á 110.000 krónur
    Til afreksuppbyggingar vegna þátttöku 4 – 6 efnilegra iðkenda 15 ára og eldri á Junior Swedish Open sem fram fer 21. september 2019.
  • Fimleikadeild hlaut styrk upp á 100.000 krónur 
    Til endurmenntunar fyrir 4 þjálfara.
  • Skíðadeild hlaut styrk upp á 80.000 krónur.                                                                                                                                                                       Til afreksmanns deildarinnar vegna þáttöku í keppni og æfingabúðum erlendis: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir.
  • Körfuknattleiksdeild hlaut styrk upp á 50.000 krónur. 
    Til styrktar unglingalandsliðmanni í U15: Aron Orri Hilmarsson.

Um úthlutunina nú
Í sjóðsstjórn eiga sæti Leifur Magnússon, fulltrúi aðstandenda Magnúsar Þorgeirssonar, Reynir Leví Guðmundsson gjaldkeri aðalstjórnar ÍR og Árni Birgisson framkvæmdastjóri ÍR.  Leifur Magnússon sonur Magnúsar Þorgeirssonar sem sjóðurinn er kenndur við,  afhenti styrkina.  Sjá myndir.

Um Magnúsarsjóð
Magnúsarsjóður ber nafn Magnúsar Þorgeirssonar (f. 1902, d. 1983), en hann var fyrsti Íslandsmeistarinn í fimleikum þegar fyrst var keppt um þann titil í einstaklingskeppni 1927. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi afkomenda Magnúsar Þorgeirssonar  í tilefni 100 ára afmælis ÍR og að 80 ár voru liðin frá því að Magnús varð fyrsti Íslandsmeistarinn í fimleikum.   Magnús átti mjög farsælan feril innan ÍR og meðal viðurkenninga sem hann hlaut fyrir sitt framlag má nefna gullkross ÍR 1962 og stórriddarakross 1972. Árið 1977 var Magnús kjörinn heiðursfélagi ÍR.  Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á afreksstefnu ÍR með því að styrkja þjálfara, íþróttamenn og sérstök verkefni innan félagsins, allt með því markmiði að stuðla að enn betra íþróttastarfi innan ÍR.

X