Frábær árangur ÍR-inga á Smáþjóðaleikunum

Dagbjartur Daði Jónsson á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi er nú lokið og Ísland og við í ÍR getum gengið mjög sátt frá borði, frábær árangur okkar fólks og endalaust gaman að opna tímabilið með þessum flotta árangri, og bætingum á bætingar ofan. Til hamingju við erum stolt af ykkur.

Þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitwort komu sáu og sigruðu í 100m hlaupinu á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna. Guðbjörg sigraði á 11,79 sek og Tiana kom fast á hæla henni á 11.88 sek. Þær eiga báðar 11.68 sek frá síðast ári sem eru 2-3. besti tími Íslendinga í 100m kvenna.

Andrea Kolbeinsdóttir varð í 3. sæti í 5000m hlaupinu, hljóp á 17:01,65 mín rétt um 6 sek á eftir sigurvegaranum. Hún átti best 17:13 mín frá síðasta ári og er þetta frábær árangur hjá Andreu sem glímt hefur við erfið meiðsli síðan síðasta sumar. Í ljós kom eftir hlaupið að stúlkurnar hlupu einum hring of mikið og því fæst tíminn ekki staðfestur.

Guðni Valur Guðnason hitaði upp fyrir kringlukastið með keppni í kúluvarpi, hann gerði sér lítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaun með kasti upp á 17.93 m sem fín bæting hjá honum átti best 17.37m.

9 keppendur kepptu í 5000m hlaup karla, og kom Hlynur Andrésson annar í mark á 14:23,21 mín og Arnar Péturson fimmti á 15:05,79 mín, fín bæting hjá Arnar en hann átti best 15:18,40 mín og stígur hann upp um 10 sæti á íslenskri afrekaskrá frá upphafi með þennan tíma.

Ívar Kristinn Jasonarson, sigraði í 400m grindahlaupi karla á 52.31 sek með yfir 1 sek forskot á næsta mann. Ívar á best 51.76 sek en þetta er hans besta opnun í 400m til hamingju Ívar.

Hlynur Andrésson, sem býr og æfir í Hollandi, bætti Smáþjóðagulli í safnið þegar hann sigraði 3000m hindrunarhlaupið á tímanum 8:57,20 mín sem er hans þriðji besti tími frá upphafi en hann á best 8:44,11 mín sem er Íslandsmetið í greininni. Hlynur og silfurverðlaunahafinn voru í nokkrum sérflokki og veittu hvor öðrum verðuga keppni.

Aníta Hinriksdóttir hljóp 1500m og hafnaði í öðru sæti á 4:22,34 mín rétt innan við sekúndu á eftir sigurvegaranum. Aníta á best 4:16,90 mín síðan í júní í fyrra en hún hljóp 1500m sl. laugardag á 4:18,67 mín, en hitti greinilega ekki alveg á það í dag, samt flottur tími og árangur.

Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti, sinni aðalgrein, eftir flotta bætingu í kúlunni. Hann hafnaði í öðru sæti og kastaði 57,64 m sem er nokkuð undir hans getu enda sýndi það sig nýverð þegar hann þeytti kringlunni 64,77 m á móti í Eystlandi sem var frábær opnun. Guðni er að stríða við slæmsku í nára og náði ekki að beita sér að fullu.

Dagbjartur Daði Jónsson átti frábæran dag í spjótkastinu, sigraði glæsilega og bætti sig um liðlega 1,5m með kasti upp á 77,58 m, 5 metrum lengra en næsti maður. Árangurinn hans er nýtt aldursflokkamet 20-22 ára en hann er í 6. sæti á íslenskri afrekaskrá í spjótkasti karla og 8. á evrópulistanum U23.

Þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth héldu uppeknum hætti og tóku gull og silfur í 200m á síðasta keppnisdeginum. Guðbjörg Jóna kom fyrst í mark á 24,26 sek en hún á best 23,74 sek og Tiana Ósk Whitworth varð önnur á 24,52 sek sem er skammt frá hennar besta, 24,21 sek

Í 200m karla hljóp Ívar Kristinn Jasonarson mjög vel hann varð annar á 21,90 sekúndum sem er ekki langt frá hans besta, 21,74 sek frá því í fyrra.

Í 10.000 metra hlaupi varð Elín Edda Sigurðadóttir fimmta á 37:26,83 mín í sinni frumraun í 10.000m á braut og stekkur hún upp í 6. sæti á íslenskri afrekaskrá með þann tíma. Arnar Pétursson varð þriðji í 10.000m karla á 31:01,54 mínútum aðeins 9 sek frá silfrinu og með góða bætingu úr 32:26 mín síðan 2017.

Í 4×100 m boðhlaupi kvenna varð íslenska sveitin í öðru sæti á 45,96 sek. Það var sami tími og kýpverska sveitin en hún var sjónarmun á undan. Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu í íslensku sveitinni sem setti nýtt aldursflokkamet í flokkum 18-19 og 20-22 ára.

Í 4×100 metra hlaupi karla varð íslenska sveitin í þriðja sæti sen Ívar Kristinn Jasonarson var okkar maður í sveitinni.

Í 4×400 metra boðhlaupi karla hlupu Hlynur Andrésson og Ívar Kristinn Jasonarson með íslensku sveitinni sem hafnaði í þriðja sæti á tímanum 3:18,45 mínútur.

Íslenska kvennasveitin í 4×400 m kom sá og sigraði en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp þar sitt 6 hlaup á leikunum.

Lið Íslands varð í öðru sæti yfir fjölda verðlauna í frjálsíþróttakeppninni. Níu gull, níu silfur og átta brons. Samtals 26 verðlaun sem er glæsilegt fyrir 21 manna lið. Kýpur sigraði með tíu gull.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X