Keppendur frá Hengli tóku þátt í alþjóðlegu skíðamóti í Folgaria á Ítalíu á dögunum. Keppendurnir voru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í kepppin á erlendri grundu. Á myndinni til hliðar er Stefán Gíslason frá ÍR á fleygiferð í stórsvigi.
Einnig er vert að geta þess að í vetur hafa verið haldin 3 bikarmót á Íslandi, í Bláfjöllum og á Akureyri, samtals 4 keppnir í svigi og 2 keppnir í stórsvigi og hafa “stelpurnar okkar”, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Rakel Kristjánsdóttir verið skíðadeild ÍR til sóma og unnið til einna gull, fjögurra silfur og tveggja bronsverðlauna og að auki verið oftar en ekki nálægt verðlaunasæti. Við bíðum spennt eftir næstu mótum og eigum von á að þá bætist í keppnishópinn okkar þeir iðkendur sem búa og æfa erlendis (Kristinn Logi Auðunsson og Sigurður Hauksson).