graphic

04.04.2019 | höf: Eiríkur Jensson

Um miðjan mars kepptu 3 iðkendur í unglingaflokki okkar á elsta og stærsta alþjóðlega barnaskíðamóti í Evrópu. Þau fóru á þetta mót ásamt 6 fèlögum sínum úr skíðadeild Víkings. Mótið nefnist Alpe Cimbra og var haldið í Folgaria á Ítalíu. Á mótinu kepptu u.þ.b 400 unglingar frá 42 löndum. Fulltrúar ÍR á mótinu voru þau Auður Björg Sigurðardóttir, Signý Sveinbjörnsdóttir og Stefán Gíslason. Þau stóðu sig vel og er gaman að segja frá því að Signý startaði mótinu og var fyrsti keppandinn til að renna sér, keppandi nr.1 !!

X