Aron í fyrsta sæti í kata karla á RIG.

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) eru haldnir dagana 24. janúar – 4. febrúar 2019. Þetta er í tólfta sinn sem leikarnir eru haldnir og í sjöunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 27. janúar 2019. Keppendur voru 90 talsins frá 14 félögum, þar á meðal voru 12 erlendir keppendur frá  Danmörku, Skotlandi, Hollandi og Þýskalandi.

Tveir keppendur frá Karatedeild ÍR voru skráðir til keppni. Tómas Lezek Kisilewski keppti í kumite drengja -63kg og Aron Anh Ky Huynh keppti í kata karla. Aron komst í úrslit og vann til gullverðlauna. Í öðru sæti varð Elías Snorrasson, KFR og í þriðja sæti urðu Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu og Aron Bjarkason, Þórshamri. Úrslitin voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

úrslit frá karatehluta RIG 2019

49938011_974307792765589_3215057336322228224_n

X