Besti árangur Íslendings í karate í áraraðir graphic

Besti árangur Íslendings í karate í áraraðir

18.02.2019 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Evrópumeistaramót ungmenna, 14 til 21 árs var haldið 6. til 10. febrúar s.l. í Álaborg í Danmörku. Keppendur voru 1100 talsins frá 51 landi þar á meðal fimm Íslendingar, þau Aron Ahn Ky Hyunh, Freyja Stígsdóttir og Þórður Helgi Henrysson  kepptu í kata, og Iveta C. Ivanova og Samuel Josh Ramos kepptu í kumite. Bestum árangri náði Aron Anh Ky Huynh í kata karla U21. Hann komst uppúr fyrsta riðli keppninnar og lenti í 11. sæti af 33 keppendum. Það telst til afreka að komast ofar en í 16. sæti á EM eða HM og mun þetta vera besti árangur Íslendings í karate í áraraðir. Þá náði Freyja Stígsdóttir 15. sæti af 30 keppendum
úrslit frá EM U21 í Álaborg 2019

Mynd í eigu KAÍ. Keppendur Íslenska landsliðsin á EM 2019 í Álaborg ásamt landsliðsþjálfurum.
X