Stór hópur iðkenda ásamt foreldrum og þjálfurum er nú nýkominn heim eftir vel heppnaða æfingaferð til Wagrain í Austurríki. Snjór er nú með mesta móti í Austurríki og snjóaði mikið fyrstu daga ferðarinnar. Ferðin var vel heppnuð í alla staði, en aðstæður til skíðaiðkunar í Wagrain eru eins og best verður á kosið.