23. Stórmót ÍR verður haldið í Laugardalshöll um helgina. Boðið er upp á keppni í flokkum frá átta ára aldri og upp í fullorðinsflokk. Skráning er í fullum gangi og fer fram á slóðinni https://www.netskraning.is/stormotir/ og er athygli sérstaklega vakin á því að þátttökugjöld hækka á miðnætti í kvöld, þriðjudag.