Æfingar að hefjast í fimleikum og parkour

Æfingar hefjast hjá ÍR fimleikum þriðjudaginn 8. janúar og er skráning hafin inni á https://ir.felog.is/

Hópaskipting:

  • Grunnhópur: 5-6 ára og 7 ára byrjendur
  • Framhaldshópur: 6 ára og eldri. Þurfa að geta gert kollhnís, handahlaup, handstöðu og handstöðukollnhnís

Æft verður í Breiðholtsskóla; báðir hópar saman á þriðjudögum kl. 18:00-19:00. Á laugardögum æfir grunnhópur æfir sér kl. 11:15 – 12:10 og framhaldshópur sér kl. 12:15-13:45. Á sunnudögum kl. 14-15  verða dansæfingar, þrisvar í mánuði hjá framhaldshópi og einu sinni í mánuði hjá grunnhópi. Framhaldshópur æfir í Fylkishöllinni í Norðlingaholti tvo laugardaga í mánuði.

Þjálfarar verða þau Kolgríma Ýr Gestsdóttir, Louisa Christina Á Kósini, Robert Bentia og Viktor Elí Sturluson.

Æfingar í Parkour hefjast 13. janúar en æft verður á sunnudögum kl. 15:15-16:15 í Breiðholtsskóla. Æfingar eru opnar fyrir bæði kyn og er miðað við 7-12 ára. Skráning er hafin inni á https://ir.felog.is/

Þjálfari er Bjarki Rafn Andrésson. Parkour er alþjóðleg jaðaríþrótt sem gengur út á að hreyfa sig, með stökkum, sveiflum og kollhnísum, í gegnum borgarumhverfið. Parkour nýtir ýmsar hindranir, t.d. veggi, tré eða handrið til þjálfunar og er mikið æft utandyra þó undirbúningur fari yfirleitt fram í öruggara umhverfi eins og inni í íþróttasal.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir frida@heilsutorg.is

X