Ástrós frá ÍR og Arnar Davíð frá KFR keppa á Qubica AMF World Cup

Þessa dagana fer fram Heimsbikarkeppni einstaklinga Qubica AMF World Cup í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Á hverju ári fer fram undankeppni fyrir AMF og er það keiludeild ÍR sem að sér um undirbúning og mótahald á þeim mótum.
Mótið er haldið í 3 keppnum. AMF 1.riðill, RIG sem að er 2.riðill af AMF og svo 3.riðill AMF og eftir þessar 3.keppnir eru úrslit hjá stigahæstu keppendum úr öllum riðlum. Sigurvegarar úr þeirri keppni, karla og kvenna fara svo erlendis að keppa á AMF
Í ár er það Arnar Davíð Jónsson (KFR) og Ástrós Pétursdóttir (ÍR) sem að eru út í Las Vegas að keppa

Arnar
spilaði sína fyrstu 8 leiki í gær kl. 16:30 að íslenskum tíma en Ástrós hóf leik kl. 22:00.
Arnar spilaði fyrstu 8.leikina sína í gær (6/11)
Spilaði hann 1721 seríu eða 215.12 í meðaltal þar sem hæsti leikur hjá honum var 244,
Arnar er í 14.sæti eftir fyrstu 8.leikina
Stöðuna hjá körlum má sjá hér

Ástrós spilaði sína fyrstu 8.leiki í gærkvöldi (6/11)
spilaði hún 181,62 í meðaltal og er í 41.sæti en 24 efstu keilararnir komast áfram eftir 24 leiki forkeppninnar.

Stöðuna hjá konum má sjá hér

Efstur í forkeppni karla er Bandaríkjamaðurinn Kyle Troup með 245,38 í meðaltal og hjá konum er það litáíska Diana Zavjalova með 218,62 í meðaltal.

Forkeppnin heldur síðan áfram í dag en hægt er að fylgjast með mótinu, beinum útsendingum, úrslitum leikja o.fl. á vefsíðu mótsins.

Er þetta 54. Heimsbikarmótið sem fram fer nú og er það vanalega fjölmennasta einstaklingsmótið sem haldið er ár hvert miðað við fjölda þátttökuþjóða.
Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.

X