Lið ÍR hafnaði í 2. sæti á eftir liði FH í 50. Bikarkeppni FRÍ, þar lauk 6 ára sigurgöngu ÍR í Bikarkeppninni en liðið mun koma sterkara til leiks næsta ár og freista þess að endurheimta bikarinn. ÍR liðið hlaup 136 stig á móti 149 stigum FH, ÍR karlar hlutu 73 stig aðeins 1 stigi minna en lið FH og ÍR konur hlutu 63 stig, 12 stigum minna en FH konur.
Hart var barist og hlutu ÍR-ingar 5 gullverðlaun og 8 silfurverðlaun, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir sigraði í 100m og setti glæsilegt mótsmet 11.85 sek, Tristan Freyr Jónsson sigraði í 110 m grindahlaupi, Þorsteinn Ingvarsson sigraði í langstökkinu og Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi og Thelma Lind Kristjánsdóttir í kringlukasti. Nokkuð var um bætingar á mótinu en reyndar var vindur oft of mikill til að árangurinn hafi verið löglegur. Guðbjörg Jóna Bjarnadótir varð 2. í 400m og bætti sinn besta árangur þegar hún hljóp á 55,86 sek.
Fínn árangur og góð baraátta hjá ÍR-ingum sem þó söknuðu Anítu Hinriksdóttur og Guðna Vals Guðnasonar sem stödd eru í RÍÓ og USA: