Bergrún Ósk með þrenn verðlaun á EM fatlaðra

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir

EM fatlaðra í frjálsum lýkur í Berlín í dag. Þar hefur ÍR-ingurinn Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir verið í stóru hlutverki og unnið til verðlauna í þremur af fjórum greinum sem hún tók þátt í og sett í leiðinni tvö Íslandsmet í flokki T37 (hreyfihamlaðir)! Magnaður árangur hjá þessari ungu íþróttakonu, sem verður 18 ára í næsta mánuði og er að keppa á sínu fyrsta stórmóti.

Á fimmtudag varð hún þriðja í 100 m hlaupi í sínum flokki á nýju Íslandsmeti, 14,73 sek. Daginn eftir var komið að langstökkinu þar sem hún stökk 4,16 m, sem skilaði henni silfurverðlaunum og í gær, laugardag, hljóp hún 200 m á tímanum 31,61 sek, sem er Íslandsmet, og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Fyrsta grein Bergrúnar á mótinu var 400 m hlaup þar sem hún náði einnig góðum árangri, varð fjórða á 1:13,02 mín.

 

 

X