Dagbjartur og Ívar með bætingar

Spjótkastarinn og ÍR-ingurinn Dagbjartur Daði Jónsson stórbætti sig á sterku móti í Þýskalandi í dag þegar hann kastaði 76,19 metra og sigraði sinn flokk á mótinu. Þetta er bæting um tæplega 4 metra sem er frábær árangur en Dagbjartur er að uppskera eftir mikla vinnu og þolinmæði undanfarin ár þar sem hann hefur átt við meiðsli að stríða. Nú er Dagbjartur blessunarlega heill og á mikilli uppleið. Aldeilis frábært hjá honum.

Félagi hans úr Breiðabliki, hann Sindri Hrafn Guðmundsson bætti sig einnig á mótinu þegar hann kastaði 80,91metra.  Það er í annað sinn sem Sindri kastar yfir 80 metra múrinn sem er jafnframt lágmark á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í ágúst. Sindri stundar háskólanám og æfir í Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið að ná góðum árangri undanfarið.

Það er enginn annar en Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafinn okkar í spjótkasti sem þjálfar Dagbjart, og Sindra á meðan hann er á landinu.

Við óskum strákunum og þjálfara þeirra innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Um helgina fara einnig fram Gautaborgarleikarnir í Svíþjóð þar sem hópur af ÍR-ingum keppir, bæði ungir jafnt sem eldri og reyndari.  Á föstudaginn keppti Ívar Kristinn Jasonarson í 400m grindahlaupi og bætti hann sig þegar hann hljóp á 52,09sekúndum. Það styttist óðum í Íslandsmetið í greininni sem er 51,17sekúndur. Ívar keppir aftur á morgun, sem og Thelma Lind, Guðni Valur og Hulda. Við óskum Ívari til hamingju með bætinguna, og óskum öllum keppendum góðs gengis á morgun

X