Góður árangur ÍR-inga í Ármannshlaupi graphic

Góður árangur ÍR-inga í Ármannshlaupi

05.07.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Ármannshlaupið fór fram 4. júlí við fínar aðstæður og luku 317 keppendur keppni. Góður árangur náðist í hlaupin en brautin er mjög flöt og hröð. Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst kvenna í mark og hljóp frábært hlaup, stórbætti sig þegar hún hljóp á 35.45 mín en fyrir átti hún 37.20 mín. Tími Andreu er annar besti 10km götuhlaupstími hjá íslenskri konu, Andrea varð 6. af öllum keppendum í mark. Elín Edda Sigurðardóttir hljóp á 36.23 mín og varð önnur kvenna í mark og sjöunda af öllum keppendum,  sex sek frá sínu besta. Helga Guðný Elíasdóttir æfingafélagi Andreu og Elínar hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki á 38.42 mín sem er bæting hjá henni.

Hjá körlunum sigraði Arnar Pétursson á tímanum 34:17 mín, Vilhjálmur Þór Svansson varð 2. á 34.20 mín, rétt á eftir Arnari, og er tíminn jöfnun á hans besta árangri. Valur Þór Kristjánsson varð 4. á 34.49 mín.

Óskum þeim til hamingju með árangurinn. Næsta verkefni hjá Andreu er HM ungmenna í Tampere í næstu viku en þar hleypur hún 3000m hindrunarhlaup.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X