Hér með er boðað til aðalfundar Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) miðvikudagskvöldið 23. maí 2018 kl. 20:00 í ÍR-heimilinu við Skógarsel 12.
Dagskrá:
1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.
4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákveðin árgjöld.
7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
8. Kosinn formaður.
9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn.
10. Kosnir tveir skoðunarmenn.
11. Önnur mál.
Aðalstjórn ÍR