Hlynur með Íslandsmet í 10 km hlaupi

Hlynur Andrésson

Hlynur Andrésson setti á föstudag Íslandsmet í 10 km hlaupi á Raleigh Relays háskólamótinu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Tími Hlyns var 29:20,92 mín og hafnaði hann í sjöunda sæti af 62. keppendum. Fyrra met átti Kári Steinn Karlsson og var það 29:28,05 mín, sett í apríl 2008.

Hlynur, sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann, á nú Íslandsmetin í 3ja, 5 og 10 km hlaupi.

Til hamingju Hlynur!

X