Um 40 frjálsíþróttamenn úr meistaraflokki og meistaraflokki U20 munu búa sig undir komandi utanhússtímabil við góðar aðstæður í æfingabúðum í Albir á Spáni yfir páskana. Flest héldu þau utan í gærmorgun en nokkur bætast í hópinn á morgun.
Með hópnum eru sjö þjálfarar frá frjálsíþróttadeild ÍR og einnig slóust með í för fjölþrautarfólk úr Breiðabliki og UMSS og telur hópurinn því alls rúmlega 50 manns. Þorri hópsins mun dvelja ytra í tvær vikur.