MÍ 15-22 ára fer fram í Hafnarfirði 17. – 18. febrúar. ÍR sendir 42 keppendur til leiks og að auki 11 boðhlaupssveitir. ÍR –ingar eru skráðir í flestar greinar mótsins, og að meðaltali keppir hver ÍR-ingur í 2-3 greinum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með árangri þeirra um helgina en keppnistímabilið er komið vel af stað eftir keppnir undanfarnar helgar. ÍR á titil að verja frá sl. árum en árið 2017 varð liðið Íslandsmeistari með 368 stigum, 40 stigum meira en lið HSK en lið HSK hefur verið að styrkjast mikið að undanförnu og verður efalaust hart barist um stigabikarinn í heildarstigakeppninni. ÍR hlaut 55 verðlaun í fyrra, 22 gull, 18 silfur og 15 brons
Óskum keppendum og þjálfurum góðs gengis og hvetjum ÍR-inga til að mæta í Krikann og hvetja sitt fólk.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.