MÍ 15-22 ára fyrri dagur

17.02.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Á MÍ 15-22 ára í dag eignaðist ÍR 8 Íslandsmeistara og hlaut alls 25 verðlaun, flest allra liðanna. Þrátt fyrir það er ÍR í 2. sæti í stigakeppninni með 157 stig, 19 stigum á eftir HSK/Selfoss.

Þau sem urðu Íslandsmeistarar voru: Ingibjörg Sigurðardóttir sem sigraði í 400m stúlkna 16-17 ára á tímanum 69,65 sek., Iðunn Björg Arnaldsdóttir sigraði í 800m hlaupi 16-17 ára á tímanum 2:20,81 mín en þar varð Ingibjörg í 2. sæti á 2:25,25 mín en í 400m varð Iðunn Björg í 2. sæti á 61.59 sek. Í 800m 18-19 ára varð Dagbjört Lilja Magnúsdóttir fyrst í mark á tímanum 2:25,49 mín. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra kvenna í þrístökkinu 11.54 m en hún keppir í flokk 18-19 ára. Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti sig og sett nýtt mótsmet þegar hún kastaði 14.16 m í kúluvarpi 18-19 ára en Erna hefur nýverið skipt yfir í ÍR. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð síðan Íslandsmeistari í kúluvarpi 20-22 ára með 13,97 m

Einar Andri Víðisson varð Íslandsmeistaro í 800m 15 ára og sigraði hann með miklum yfirburðum eða um 9 sek á undan næsta keppanda. Jón Gunnar Björnsson sigraði í hástökki 20-22 ára með stökk upp á 1,85 m.

Það var mikið um persónulegar bætingar í dag og féllu 4 mótsmet þar á meðal í hástökki 15 ára en þar stökk Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni 1,95 m og einnig setti Tómas Gunnar Gunnarsson FH mótsemet í kúluvarpi 18-19 ára þar sem hann kastaði 16,76 m. Eva María Baldursdóttir HSK setti met í hástökki stúlkuna 15 ára 1,68m.

Keppnin heldur áfram á morgun og verður spennandi að fylgjast með árangir ÍR-inga og annarra keppenda.

 

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X