Nú rétt í þessu lauk Einar Már Björnsson keppni á Opna írska keilumótinu. Komst hann áfram í stig tvö í útsláttarkeppninni og lauk þar keppni með 656 pinnum í þrem leikjum eða 218,7 í meðaltal. Eftu 12 keilararnir komust áfram úr þessum hluta keppninnar og þurfti 675 pinna til að komast áfram. Einar endaði því í 21. sæti en alls voru skráðir 217 keppendur í mótið. Nokkuð hátt skor er í mótinu og þegar þetta er skrifað þá hafa t.d. 9 fullkomnir leikir náðst á mótinu eða 300 pinnar og nú síðast var það Írinn Stephen Joyce sem náði einum slíkum í síðasta leik 2. umferðar útsláttarkeppninnar.
Efstur í keppninni er Teemu Putkisto frá Finnlandi en hann náði 791 pinna í þessari umferð eða 263,7 í meðaltal en okkur er alveg sama um það. Flottur árangur hjá Einari Má er það sem stendur upp úr fyrir okkur.
Fylgjast má með gangi mótsins á vef þess. Þar má sjá stöður og beinar útsendingar frá mótinu en því líkur í kvöld.