Í gær stóðu ÍBR og ÍTR að móttöku í tilefni af kjöri á íþróttafólki Reykjavíkur og íþróttaliða Reykjavíkur. Aníta Hinriksdóttir var tilnefnd til viðurkenningarinnar íþróttakona Reykjavíkur og Frjálsíþróttadeild ÍR fékk viðurkenningu fyrir Bikarmeistaratitil á árinu sem er að líða.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, gófldrottning var kjörin íþróttakona Reykjavíkur og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður var valinn íþróttamaður Reykjavíkur. Íþróttalið Reykjavíkur var karlalið Vals í handnattleik.
Á myndinni má sjá Huldu Þorsteinsdóttir og Guðna Val Guðnason sem tóku við viðurkenningu fyrir hönd Frjálsíþróttadeildar ÍR og á milli þeirra er Gunnar Páll Jóakimsson sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Anítu Hinriksdóttur sem býr erlendis.