Góð þátttaka í Gamlárshlaupi ÍR

Gamlárshlaup ÍR verður ræst í 42. sinn frá Hörpu á morgun, gamlársdag. Veðurspáin fyrir daginn verður ekki betri, hægur vindur og heiðskýrt. Yfir 1400 hlaupara eru skráðir til leiks að þessu sinni og enn að bætast við en tekið er við skráningum til 11 á hlaupdag en hlaupið er ræst kl 12:00. Boðið er uppá tvær vegalengdir, 3 km skemmtiskokk og 10 km hlaup. Gera má ráð fyrir að fyrstu skili sér í mark um 12:15 í skemmtiskokkinu og um 12:33 í 10 km hlaupinu.

X