Í gærkvöldi lauk Íslandsmóti í tvímenningi í keilu. Í ár kepptu 16 tvímenningar í mótinu þar af var ÍR með 7 tvímenninga. Í undanúrslitum kepptu m.a. Einar Már og Hafþór, Arnar Sæbergsson og Andrés Páll en þeir endurðu í þriðja sæti. Svo fór að Einar og Hafþór sigruðu Arnar Davíð Jónsson og Guðlaug Valgeirsson úr Keilufélagi Reykjavíkur í þrem leikjum í úrslitum með 430 gegn 369 – 377 gegn 374 og loks 488 gegn 392. Vörðu þeir þar með titilinn frá því í fyrra.