ÍR keilarinn Einar Már Björnsson er þessa dagana að taka þátt í AMF Heimsbikarmóti einstaklinga í Hermosillo í Mexíkó. Einar vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að sigra forkeppni AMF hér heima en lokaúrslit fóru fram í maí á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem Einar Már vinnur sér inn þátttökurétt á þessu móti og verður spennandi að sjá hvernig nýbakaður Íslandsmeistari úr Íslandsmóti para stendur sig á mótinu. Nánari fréttir verða fluttar af gengi hans hér á síðunni næstu daga.
Fylgjast má með öðrum upplýsingum úr mótinu á vefsíðu þess.
YouTube rás AMF heimsbikarmótsins, æfingar, keppni of fleira skemmtilegt þarna inni.
Facebook síða AMF World Cup.