Íþróttafélag Reykjavíkur óskar eftir starfsmanni í Íþróttahúsið við Austurberg.
Starfsmaður aðstoðar grunn- og framhaldsskólanemendur, kennara, þjálfara og iðkendur ÍR í leik og starfi. Hann sér um þrif, upplýsingagjöf og annað sem til fellur. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa ríka þjónustulund og eiga auðvelt með að vinna með börnum og unglingum.
Vinnutími er mánudaga – föstudaga, 08:00 – 16:00.
Óskað er eftir konu í starfið þar sem þörf er á vöktun í kvennaklefum.
Nánari upplýsingar; jakob@ir.is