Íþróttafélag Reykjavíkur óskar eftir starfsmanni í ÍR-heimilið sem stendur við Skógarsel.

Helstu verkefni eru aðstoð við iðkendur, þjálfara og sjálfboðaliða félagsins, þrif, símasvörun og annað sem til fellur. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa ríka þjónustulund og eiga auðvelt með að vinna með börnum og unglingum.

Unnið er frá 08:00 – 16:00 mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og 16:00 – 22:00 þriðjudaga og fimmtudaga.

ÍR – heimilið er einstaklega skemmtilegur og líflegur vinnustaður.

Nánari upplýsingar; jakob@ir.is

X