Seinni keppnisdagur í Mannheim

Unga íþróttafólkið okkar hélt áfram að standa sig vel í dag í Mannheim. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp 200m á 24.53 sek og varð í 8. sæti af 14 en hlaupið vannst á 23,42 sek. Fínn árangur hjá Guðbjörgu en hún á best 24.16 sek sem hefði dugað henni í 6. sæti. Tiana Ósk hljóp ekki 200m í dag eins og áætlað var en eins og komið hefur fram setti hún glæsileg aldursflokkamet í 100m í gær þegar hún hljóp á 11.77sek. Dagur Andri Einarsson hljóp 200m á 22.49 sek og varð í 14. Sæti. Dagur á best 22.82 sek frá 2015.

Keppni okkar fólks er því lokið í Manheim og Ísland fer heim með tvö aldursflokkamet í farteskinu sem er frábært.

X