Steindór með 3 Íslandsmet á Reykjavíkurmóti unglinga í keilu

Í gær fór fram Reykjavíkurmót unglinga í keilu í Keiluhöllinni Egilshöll. Steindór Máni Björnsson úr ÍR fór þar á kostum þegar hann sigraði 2. flokk pilta og setti í leiðinni 3 Íslandsmet auk þess að bæta persónulegt met í einum leik. Metin sem um ræðir eru í flokki 15 – 16 ára pilta og voru þau í tveimur, fimm og sex leikja seríu.

Metin eru:

2 leikir 501

5 leikir 1168

6 leikir 1367

Við óskum Steindóri til hamingju með frábæra spilamennsku.

X