Úrslitakeppnin í keilu hafin graphic

Úrslitakeppnin í keilu hafin

02.05.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í kvöld hófst úrslitakeppnin í liðakeppni karla í keilu. Í undanúrslitum keppa ÍR KLS, sem urðu deildarmeistarar um síðustu helgi, við KFR Stormsveitina. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við ÍR PLS sem eru núverandi Íslandsmeistarar og KFR Lærlingar en Lærlingar enduðu í 2. sæti í deildarkeppninni. Leiknar eru tvær umferðir og það lið sem er stigahærra eftir þær viðureignir kemst áfram í úrslitaumferðina sem byrja sunnudaginn 7. maí.

Þá hefst líka úrslitakeppni kvennaliða en ÍR TT keppir þar við deildarmeistarana KFR Valkyrjur.

X