Þessa dagana fer fram Evrópumót ungmenna U18 fram í Talí keilusalnum í Helsinki í Finnlandi. ÍR-ingar eiga þrjá fulltrúa í hópnum sem keppir eða þau Elvu Rós Hannesdóttur, Ágúst Inga Stefánsson og Steindór Mána Björnsson. Stefán Claessen yfirþjálfari ÍR er einnig annar landsliðsþjálfaranna sem með eru í för. Mótið hófst í dag með tvímenningi drengja en stúlkurnar hefja leik í tvímenningi á morgun.
Mótinu lýkur svo sunnudaginn 16. apríl en hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess EYC2017
Einnig er hægt að fylgjast með lifandi skori á þessari síðu hér.