Páskamót ÍR 2017 graphic

Páskamót ÍR 2017

06.04.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í gærkvöldi fór fram hið árlega Páskamót keiludeildarinnar. Í ár styrkti Toppveitingar mótið veglega með verðlaunum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Að venju er þetta flokkaskipt mót með verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki auk smá aukaverðlauna. Í lokin er svo smá happadrætti til stuðnings unglingastarfinu en núna um páskana fara þrír fulltrúar frá ÍR á Evrópumót ungmenna sem fram fer í Finnlandi.

Mjóg góð þátttaka var í mótinu og góð spilamennska. Andrés Páll Júlíusson úr ÍR, sem er funheitur þessa dagana, sigraði Stjörnuflokkinn en hann lék 750 seríu eða 250 í meðaltal. Hann átti einnig hæsta leik mótsins eða 279. Aukaverðlaunin voru annars þau að fyrir utan verðlaunasæti voru veitt verðlaun fyrir hæsta leik karla og kvenna sem og hæstu seríu karla og kvenna. Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR fékk verðlaun fyrir hæsta leik eða 246, Stefán Claessen ÍR fyrir hæstu seríu 639. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍR fékk fyrir hæsta leik kvenna 198 og Sigríður Klemensdóttir fyrir hæstu seríu eða 540.

Efstu þrír í hverjum flokki urðu þessi:

Stjörnuflokkur

 1. Andrés Páll Júlíusson ÍR 750
 2. Einar Már Björnsson ÍR 705
 3. HAfþór Harðarson ÍR 687

A flokkur

 1. Svavar Þór Einarsson ÍR 602
 2. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 501
 3. Guðný Gunnarsdóttir ÍR 495

B flokkur

 1. Njörður Stefánsson ÍR 586
 2. Hörður Finnur Magnússon ÍR 575
 3. Anna Kristín Óladóttir KFR 544

C flokkur

 1. Karitas Róbertsdóttir ÍR 523
 2. Guðjón Gunnarsson ÍA 163
 3. Herdís Gunnarsdóttir ÍR 475

Öll úrslit úr mótinu (PDF opnast í nýjum glugga).

Toppveitingar

Hafþór, Andrés og Einar í * flokki

Hafþór, Andrés og Einar í * flokki

 

Linda, Svavar og Guðný í A flokki

Linda, Svavar og Guðný í A flokki

 

Paskamot_IR2017_B_flokkur

Hörður, Njörður og Anna Kristín í B flokki

 

Guðjón, Karitas og Herdís í C flokki

Guðjón, Karitas og Herdís í C flokki

X