Sofía Erla Stefánsdóttir úr ÍR BK lést miðvikudaginn 22. mars s.l. eftir erfið veikindi. Sofía hóf að stunda keilu fyrir rúmum 30 árum eða um 1985 eða svo. Eins og aðrir sem hófu að spila keilu á þeim árum gekk hún til liðs við Keilufélag Reykjavíkur og var þar í allmörg ár. Eftir smá hlé frá iðkun kom hún aftur inn í keiluna árið 2003 og gekk þá til liðs við ÍR KK en síðar fór hún yfir í ÍR BK liðið þar sem hún varð til loka.
Sofía Erla verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 31. mars kl. 15:00.
Keiludeild ÍR sendir ættingjum og vinum Sofíu samúðarkveðjur sínar.