Aníta “okkar” Hinriksdóttir mætti á æfingu hjá yngri flokkum frjálsíþróttadeildarinnar í vikunni en hún er nú á landinu til að hlaða batterýin og njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Hún gaf sér þó tíma í þetta verkefni með bros á vör eins og henni einni er lagið og náði hún svo sannarlega að gleðja krakkana með nærveru sinni. Aníta náði bronsi á EM um síðustu helgi eins og mörgum er kunnugt en engin Íslendingur hefur fengið verðlaun á stórmóti í frjálsíþróttum í 16 ár. Þetta er því stórafrek hjá þessari glæsilegu íþróttakonu.