Aníta með brons graphic

Aníta með brons

05.03.2017 | höf: Kristín Birna

Aníta Hinriksdóttir kom 3. í mark í 800m hlaupi á EM í Belgrade í dag. Hún hljóp mjög skynsamlega, var yfirveguð í 4. – 5. sæti stóran hluta af leiðinni en þrátt fyrir stympingar á 3ja hring náði hún að halda sínu og endaði á öruggum og glæsilegum endaspretti allan síðasta hringinn, og varð í 3. sæti í mark. Fínn tími hjá Anítu 2:01.25 mín en hlaupið sigraði Selina Buchel frá Sviss á 2:00,38 mín sem er landsmet. Hin breska Shelayna Oskan-Clarke varð 2. á 2:00,39 mín sem er hennar besti tími og Aníta síðan 3. Lovisa Lind frá Svíþjóð varð 4. á 2:01,37 mín sem er hennar besti tími. Óskum Anítu innilega til hamingju með bronsið og stórglæsilega frammistöðu á mótinu.
— Fríða Rún Þórðardóttir skrifaði

X