Öðrum keppnisdegi í keilu á WOW – RIG 2017 lokið
Í dag fór fram 2. riðill í forkeppni keilu á WOW – RIG 2017. Matthias Möller frá Svíþjóð tók forustuna í heildarkeppninni og keilaði alls í dag 1.556 pinna eða 259,3 í meðaltal. Þess má geta að núgildandi Íslandsmet í 6 leikjum er 1.545 pinnar sem Steinþór Geirdal Jóhannsson úr KFR setti á RIG í fyrra. Best kvenna keilaði Dagny Edda Þórisdóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur en hún náði 1.311 eða 218,5 í meðaltal og fór þannig upp fyrir Katrínu Fjólu Bragadóttur, einnig úr KFR, en hún er með best 211,0 í meðaltal.
Staða efstu manna í forkeppninni er því þannig:
- sæti: Matthias Möller frá Svíþjóð með 259,3 í meðaltal
- sæti: Stefán Claessen úr ÍR með 249,7 í meðaltal
- sæti: Christopher Sloan frá Írlandi með 238,3 í meðaltal.
Síðasti riðillinn í forkeppninni verður leikinn í Keiluhöllinni Egilshöll í fyrramálið kl. 09: Útsláttarkeppnin og úrslit verða síðan á sunnudaginn og verða úrslit í beinni á RÚV kl. 15:30
Nánar um stöðu mótsins hér.